12. nóvember 2020
12. nóvember 2020
Tilkynning um rafrænt gagnasafn
Það er í mörg horn að líta í opinberri þjónustu og margt sem þarf að huga að á bak við tjöldin. Eitt þeirra er tilkynningaskylda um rafræn gagnasöfn sem Þjóðskjalasafn heldur utan um. Þessi þjónusta er nú orðin stafræn á Ísland.is.
Mikilvægi gagna og persónuupplýsinga verða sífellt meiri og þá sér í lagi öryggi þeirra. Af þeirri ástæðu er Þjóðskjalasafn Íslands með það hlutverk að taka við og halda utan um þau rafrænu gagnasöfn sem er að finna hjá opinberum aðilum og víðar. Sem dæmi um aðila sem ber skylda að tilkynna um rafræn gagnasöfn eru dómstólarnir, sveitafélög, sjálfseignastofnanir svo einhverjir séu nefndir. Nánari upplýsingar um hverjir þetta eru má finna í Lögum um opinber skjalasöfn.
Það er ljóst að verkefni Ísland.is er ekki einungis að einfalda líf þeirra sem búa og starfa á Íslandi með aukinni stafvæðingu, heldur einnig þeirra sem starfa innan hins opinbera.
Tilkynninguna og nánari upplýsingar um rafræn gagnasöfn má finna á Ísland.is.