Fara beint í efnið

11. febrúar 2022

Rafræn aflaskráning í vefþjónustu Fiskistofu

Fiskistofa vekur athygli á því að frá og með 1. mars nk. mun Fiskistofa ekki lengur útvega afladagbækur eða reka rafrænt aflaskráningarforrit. Í stað þess mun stofnunin bjóða uppá vefþjónustu sem tekur á móti aflaskráningum.

Fiskistofa logo

Frá og með 1. mars nk. verður ekki hægt að sækja núverandi smáforrit fyrir aflaskráningar Fiskistofu, og frá og með 1. apríl nk. verður því lokað.

Öllum er frjálst að tengjast vefþjónustu Fiskistofu sem tekur á móti aflaupplýsingum. Einnig má benda á að Trackwel hefur þróað smáforrit þar sem hægt er að færa aflaskráningum og senda í vefþjónustu Fiskistofu. Þeir aðilar sem vilja nýta sér þann möguleika er bent á að sækja það forrit eftir 1. mars nk. en fyrir 1. apríl.