9. febrúar 2024
9. febrúar 2024
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ráðstefna fyrir fagfólk í framlínu heilbrigðiskerfis og lögreglu
Embætti ríkislögreglustjóra og heilbrigðisráðuneytið standa saman að ráðstefnu fyrir fagfólk í framlínu heilbrigðiskerfis og lögreglu sem miðar að því að tengja betur saman þjónustu þessara aðila við þolendur heimilisofbeldis.Ráðstefnan ber yfirskriftina „Á ég að gera það? Samvinna í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis“ og verður haldin mánudaginn 18. mars á hótel Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 9.00 til 16.00.
Smelltu á myndina til að sjá dagskrá ráðstefnunnar en hana má einnig nálgast hér.
Ekkert þátttökugjald er á ráðstefnuna en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér: https://forms.gle/Uu1AQntY1MH19czJ6Einnig er hægt að tilkynna um þátttöku með tölvupósti á netfangið: sigthrudur.gudmundsdottir@logreglan.is