11. ágúst 2025
11. ágúst 2025
Ráðið hefur verið í stöðu fjármálastjóra
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Rannveig Jóhannsdóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri við Sjúkrahúsið á Akureyri frá og með 1. september 2025.

Rannveig er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá HR, hefur starfað við stofnunina í meira en 20 ár og er með umfangsmikla reynslu á sviði fjármála. Hún er með reynslu sem bókari og sem deildarstjóri skrifstofu fjármála hefur hún öðlast dýrmæta þekkingu og skilning á rekstri SAk, sem gerir hana vel í stakk búna til að leiða áframhaldandi þróun. Hún hefur gegnt tímabundnu starfi fjármálastjóra síðan í desember 2024 og hefur þá öðlast mikla reynslu af fjárhagsstjórn og stefnumótun innan stofnunarinnar.
„Ég þakka það traust sem mér er sýnt með ráðningunni. Ég hlakka til að takast á við ný og krefjandi verkefni og áframhaldandi góðs samstarfs með stjórnendum og starfsfólki SAk.“
Við hlökkum til að vinna með Rannveigu við að styrkja rekstur Sjúkrahússins á Akureyri og erum sannfærð um að hún muni nýta þekkingu sína á áhrifaríkan hátt til að stuðla að áframhaldandi árangri.