4. mars 2025
4. mars 2025
Ráðgjafar óskast á Vestur- og Austurland
Land og skógur óskar eftir að ráða í tvær stöður ráðgjafa með aðalstarfssvæði á Vesturlandi annars vegar og hins vegar á Austurlandi. Umsóknarfrestur er til 14. mars.

Á Vesturlandi eru starfstöðvar Lands og skógar í Hvammi Skorradal og á Hvanneyri. Austurlandi eru starfstöðvarnar á Egilsstöðum og Hallormsstað.
Stofnunin leggur áherslu á að veita heildstæða ráðgjöf í landnýtingu. Mjög fjölbreytt verkefni eru fyrirliggjandi á Austurlandi en áhersla er lögð á að efla ráðgjöf í skógrækt á Vesturlandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ráðgjöf, áætlanagerð, öflun og skráning upplýsinga og eftirlit með verkefnum í skógrækt og landgræðslu
Vöktun á ástandi gróðurs og jarðvegs og þátttaka í árlegum vöktunarverkefnum
Árangursmat á sviði skógræktar og landgræðslu
Fræðsla og ráðgjöf til bænda og annarra landnotenda, sveitarstjórna, fyrirtækja, skóla og almennings
Önnur verkefni Lands og skógar
Hæfniskröfur
BSc-gráða í náttúruvísindum með áherslu á skógfræði, landnýtingu, búvísindi eða umhverfisfræði
Haldbær reynsla af skógrækt og/eða landgræðslu
Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Færni í að koma upplýsingum frá sér í ræðu og riti á íslensku og ensku
Færni í Office-forritum
Ökuréttindi á fólksbifreið
Færni í notkun landupplýsingakerfa er æskileg
Reynsla af verkefnastjórn, ráðgjöf og áætlanagerð er æskileg