27. apríl 2015
27. apríl 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Prúðbúnir vegfarendur
Nemendur í Verzlunarskóla Íslands létu hráslagalegt veður ekki aftra sér í dag, en í hádeginu skunduðu þeir í miðborgina á árlegum peysufatadegi skólans. Þar var stiginn dans, líkt og löng hefð er fyrir, gestum og gangandi til mikillar ánægju. Lögreglan var á staðnum og hafði einkar gaman af. Hinir prúðbúnu nemendur eru á öðru ári í Verzlunarskólanum, en eftir skemmtun dagsins tekur próflesturinn við.
Prúðbúnir nemendur úr Verzlunarskóla Íslands stigu dans á Ingólfstorgi.
Yngismeyjarnar Sigríður Diljá, Viktoría Sól, Hrefna Rún, Hildur María og Auður Huld.