Fara beint í efnið

29. desember 2023

Persónuafsláttur hjá erlendis búsettum – breyting tekur gildi 1.1.2025

TR biðst velvirðingar á mistökum sem áttu sér stað gagnvart tilteknum hópi viðskiptavina sem eru búsettir erlendis. Bréf var sent í gær varðandi breytingu á nýtingu persónuafsláttar og tilkynnt að breytingin myndi taka gildi 1. janúar 2024, í samræmi við fyrirmæli frá Skattinum.

Tryggingastofnun-Logo

TR hefur fengið nýjar upplýsingar um að breytingin muni taka gildi 1. janúar 2025 en ekki um þessi áramót.

Af þeim sökum er verið að endurgera greiðsluáætlanir þessa hóps fyrir árið 2024 þar sem persónuafsláttur er áfram nýttur og greiðslur janúar mánaðar sem berast 1. janúar nk. verða í samræmi við það.

Við ítrekum að okkur þykir afar leitt að þessi mistök hafi átt sér stað og biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þau kunna að hafa valdið.

Lög um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl.