Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. maí 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Óvissustig vegna skjálftahrinu í Mýrdalsjökli aflétting lokunar á vegi

Eftir samráð almannavarna og vísindamanna hefur Lögreglustjórinn á Suðurlandi ákveðið að aflétta lokun á veginum inn að Kötlujökli.

Í fréttatilkynningu Veðurstofu Íslands segir að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Rúmlega 40 skjálftar hafa mælst á svæðinu síðasta sólarhringinn og þar af þrír yfir 4 af stærð.

Uppfærða frétt má finna á vef Veðurstofu Íslands https://vedur.is/um-vi/frettir/skjalftahrina-i-kotluoskju

Óvissustig er enn í gildi og því full ástæða til að sýna varúð á svæðinu.