26. janúar 2017
26. janúar 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Óþolinmóðir ökumenn
Tveir ökumenn voru gripnir glóðvolgir í morgun við að nota svokallaða “strætóakrein” á Hafnarfjarðarvegi, væntanlega til að flýta för sinni. Varla þarf að taka fram að umræddar akreinar eru eingöngu fyrir strætisvagna og hópferðabifreiðar og ætlaðar til að flýta fyrir almenningssamgöngum. Ökumennirnir óþolinmóðu mega eiga von á sekt vegna athæfisins.