Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. ágúst 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Óskilamunir hjá lögreglunni

Mikill fjöldi óskilamuna safnast upp hjá lögreglunni í Reykjavík. Árlega eru boðnir upp þeir hlutir sem ekki tekst að koma til skila. Lögreglan reynir ávallt sitt ítrasta til að koma munum aftur í réttar hendur en það gengur því miður ekki alltaf eftir. Hlutirnir eru af ýmsu tagi en reiðhjól eru þó sérstaklega áberandi hjá óskilamunadeildinni. Fólk er eindregið hvatt til að skrá hjá sér svokölluðu raðnúmer þegar það eignast nýja hluti. Með því móti er auðvelt að færa sönnur fyrir eignarhaldi ef hlutir týnast.

Óskilamunir í vörslu lögreglunnar eru geymdir í Borgartúni 7. Þar er opið virka daga frá klukkan 8-16.