Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. september 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ósáttur svindlari

Eins og flestir vita eru verkefni lögreglunnar af ýmsum toga og sum er óvenjulegri en önnur. Það átti sannarlega við á dögunum þegar óskað var eftir lögregluaðstoð á ónefndum stað á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafði staðið yfir próf í ótilgreindu fagi og einn nemandinn orðið uppvís að svindli. Mun viðkomandi hafa haft svindlmiða meðferðis en það er með öllu óheimilt eins og gefur að skilja. Svindl á prófi er ekki beinlínis lögreglumál en í þessi tilviki spruttu upp deilur vegna prófgjaldsins. Svindlarinn hafði greitt það samviskusamlega og vildi nú fá það endurgreitt þegar honum var gert að yfirgefa prófstaðinn. Á það var ekki fallist og kom til orðahnippinga. Eftir nokkrar fortölur tókst að vísa nemandanum út en lögreglu er ekki kunnugt um hvort hann hafi reynt að þreyta prófið öðru sinni.