23. september 2019
23. september 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ósætti unglinga
Á níunda tímanum í gærkvöld barst tilkynning um átök unglingspilta við Salaskóla í Kópavogi og sagt að einhverjir í hópnum væru með hnífa og barefli. Lögreglan brást skjótt við og hélt þegar á vettvang, en átökin voru yfirstaðin þegar þangað var komið. Rætt var við nokkra hlutaðeigendur og þeim síðan ekið til síns heima þar sem rætt var við foreldra viðkomandi. Engir sjáanlegir áverkar voru á neinum piltanna sem komu við sögu og hvorki hnífar né barefli fundust í tengslum við málið. Unglingarnir voru sammála um að til deilna hefði komið, en sitt sýndist hverjum um atburðarásina.
Málið er í rannsókn og unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld.