Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. júní 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Opið hús á 17. júní

Lögreglan á Hvolsvelli var með opið hús í tilefni hátíðarhalda á 17. júní og gafst fólki kostur á að koma á stöðina og ræða við lögreglumenn og skoða búnað sem lögreglan hefur til umráða.

Einnig var opið hús hjá slökkviliði Brunavarna Rangárvallasýslu á Hvolsvelli og Björgunarsveitinni Dagrenningu. Sjúkraflutningamenn frá Rauða krossinum komu á lögreglustöðina með sjúkrabifreiðar og höfðu til sýnis.

Töluverður fjöldi af fólki kom til að skoða tækjabúnaðinn og virtist sem gestir væru ánægðir með þessa sýningu. Unga kynslóðin virtist skemmta sér vel við að skoða búnaðinn, eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Þeir viðbragðsaðilar sem voru með opin hús á Hvolsvelli á þjóðhátíðardaginn vilja koma fram þakklæti til þeirra sem litu við. Voru menn ánægðir með fjölda heimsókna og hver veit nema að í framtíðinni verði þetta að árlegri hefð.