Fara beint í efnið

4. september 2024

Opið hús

Opið hús á SHH, Laugavegi 166, 5. hæð milli kl. 14 og 17 mánudaginn 23. september. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, málstöð íslensks táknmáls, fagnar alþjóðadegi táknmála með opnu húsi í nýju húsakynnum stofnunarinnar.

Táknmálsfólki býðst að taka upp eigin VV-sögur, brandara, ljóð, smásögur og tákn í stúdíóinu og fær afrit af eigin upptökum. Þá verður táknmálsefni sem útbúið hefur verið á stofnuninnni til sýnis. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Verið öll hjartanlega velkomin á SHH. Við hlökkum til að sjá ykkur!

Sjá hér viðburð

L166