26. nóvember 2025
26. nóvember 2025
Opið fyrir umsóknir í Sprotasjóð leik-, grunn- og framhaldsskóla 2026
Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2026 kl. 15:00.

Sprotasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir skólaárið 2026-2027. Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sjóðurinn styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við menntastefnu stjórnvalda og aðalnámskrá.
Árið 2026 eru áherslusvið sjóðsins:
Grunnþáttur menntunar: Lýðræði og mannréttindi
Nýjar leiðir í kennsluaðferðum og námsmati með sjálfstæði og virkni nemenda að markmiði
Hægt er að senda inn umsóknir sem ekki falla undir þessi áherslusvið.
Allar umsóknir eru metnar út frá matskvarða sjóðsins.
Á hverju ári styrkir sjóðurinn tugi verkefna alls staðar af landinu sem stuðla að þróun og nýsköpun í skólastarfi. Árið 2025 veitti Sprotasjóður 80,8 milljónir króna til 30 verkefna. Sjá einnig upplýsingar um styrkt verkefni á gagnatorgi Rannís.
Rannís sér um umsýslu Sprotasjóðs fyrir hönd mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Hér er hægt að lesa meira um Sprotasjóð
Fyrir nánari upplýsingar eða ef spurningar vakna má hafa samband við Ingunni (515 5881) eða Óskar (515 5839) eða senda fyrirspurn á sprotasjodur@rannis.is
Sjóðurinn styrkir þróunarverkefni í leik-, grunn- og framhaldsskólum skv. reglugerð hans nr. 242/2009. Markmið sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá.