Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. júní 2025

Opið fyrir umsóknir í Digital Europe Programme (DEP) til að efla netöryggi

DEP hefur opnað fyrir spennandi köll á sviði netöryggismála þar sem er óskað er eftir stofnunum, fyrirtækjum og / eða rannsóknarteymum til að taka þátt í öflugum samstarfsverkefnum. Sérstaklega er vakin athygli á tveimur köllum á sviði dulkóðunar í mikilvægum innviðum og netöryggis í heilbrigðiskerfinu

Digital Europe Programme (DEP) hefur opnað fyrir spennandi köll á sviði netöryggismála þar sem er óskað er eftir stofnunum, fyrirtækjum og / eða rannsóknarteymum til að taka þátt í öflugum samstarfsverkefnum. Sérstaklega er vakin athygli á tveimur köllum á sviði dulkóðunar í mikilvægum innviðum og netöryggis í heilbrigðiskerfinu.

Opnað var fyrir umsóknir 12. júní 2025 og er umsóknarfrestur til 7. október 2025 kl. 15:00 (CET: 17:00)

1. PublicPQC (Post-Quantum Cryptography) – Örugg dulkóðun fyrir mikilvæga innviði

Markmið: Stuðla að öruggri yfirfærslu yfir í skammtatölvuþolna dulkóðun (PQC) innan opinberra lykilinnviða (PKI), með áherslu á öruggar stafrænar undirskriftir, lykilstjórnun og vottunarferla.

Fyrir hverja:

  • Háskóla og rannsóknarstofnanir með sérþekkingu á dulkóðun

  • Netöryggisfyrirtæki/hugbúnaðarfyrirtæki sem þróa PKI-kerfi eða dulkóðunarverkfæri

  • Vottunarstofur (Certificate Authorities) eða aðilar sem vinna með stafræna auðkenningu

  • Opinberar stofnanir sem bera ábyrgð á stafrænum innviðum.

Styrkur: Allt að 50% af kostnaði, verkefni á bilinu 3-4 milljónir evra.

Nánari upplýsingar um kallið má finna á EU Funding & Tenders Portal

2. CyberHEALTH – Netöryggi í heilbrigðiskerfinu

Markmið: Styðja við netöryggi sjúkrahúsa og heilbrigðisþjónustu með tilraunaverkefnum, m.a. á sviði áætlunargerðar, fræðslu og vitundarvakningar meðal starfsfólks.

Fyrir hverja:

  • Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir

  • Netöryggisfyrirtæki með reynslu af heilbrigðisgeiranum

  • Háskóla og rannsóknarstofnanir með sérþekkingu í heilbrigðistækni og / eða netöryggi

Styrkur: Allt að 50% af kostnaði, verkefni á bilinu 3-5 milljónir evra. Verkefnið verður að vera framkvæmt af lágmarki tveimur mismunandi umsækjendum frá a.m.k. tveimur mismunandi löndum.

Nánari upplýsingar um kallið má finna á EU Funding & Tenders Portal