Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. ágúst 2025

Opið fyrir nýjar umsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna á árinu 2025

Umsóknarfrestur er 1. október 2025, nk. kl. 23:59.

Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.

Umsóknum skal skilað rafrænt. Aðgangur að umsóknarkerfi, handbók skattfrádráttar , ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn o.fl., er að finna á vefsvæði Skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna.

Umsækjendum er bent sérstaklega á að tilheyrandi lög og reglugerð hafa breyst frá síðasta ári (2024). Þeim breytingum eru gerð skil í handbók skattfrádráttar.