Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. júlí 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ónæði og grunur um fíkniefnamisferli í Grafarvoginum

Lögreglu bárust upplýsingar um hávaða frá íbúð í Grafarvoginum á föstudag. Íbúar í nágrenni kvörtuðu um langvarandi skemmtanahald og ónæði frá íbúðinni. Fjórir einstaklingar voru handteknir eftir að lögregla fann lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Hinum handteknu hefur nú verið sleppt og telst málið að fullu upplýst.