9. desember 2009
9. desember 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ölvunarakstur í Reykjavík
Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í gær. Annar var stöðvaður í Skeifunni en hinn á Sæbraut. Um var að ræða tvo karla, sá eldri er á sextugsaldri en sá yngri á fertugsaldri. Á Sæbraut hafði lögreglan einnig afskipti af allmörgum ökumönnum sem óku of greitt en hinir sömu eiga yfir höfði sér sekt fyrir of hraðan akstur.