24. ágúst 2014
24. ágúst 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ölvunar- og fíkniefnaakstur á menningarnótt
Fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu á menningarnótt, en einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi fyrir fíkniefnaakstur. Sá var stöðvaður á Kjalarnesi, en um var að ræða tæplegan tvítugan pilt. Annar ungur piltur var tekinn í Garðabæ, en sá ók ölvaður á umferðarmannvirki. Karl á þrítugsaldri var líka tekinn fyrir ölvunarakstur í Hafnarfirði og loks var maður á fimmtugsaldri tekinn fyrir sömu sakir í Reykjavík, en viðkomandi var stöðvaður á Sæbraut skömmu áður en flugeldasýning menningarnætur hófst.