11. febrúar 2014
11. febrúar 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ölvunar- og fíkniefnaakstur
Nítján ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrettán þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og þrír í Kópavogi og Mosfellsbæ. Einn var tekinn á föstudagskvöld, sjö á laugardag, fimm á sunnudag og sex aðfaranótt mánudags. Þetta voru átján karlar á aldrinum 17-56 ára og ein kona, 28 ára. Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.