Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. janúar 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ölvunar- og fíkniefnaakstur

Tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fjórtán þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, fjórir í Kópavogi og einn Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Fjórir voru teknir á föstudagskvöld, tíu á laugardag, fimm á sunnudag og tveir aðfaranótt mánudags. Þetta voru sautján karlar á aldrinum 19-54 ára og fjórar konur, 18-62 ára. Fjórir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.