Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. september 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ölvunar- og fíkniefnaakstur

Tuttugu og sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina og sjö til viðbótar í gær. Einn úr þessum hópi var tekinn tvisvar sama daginn, en sá hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Lögreglan var víða við umferðareftirlit og stöðvaði t.a.m. um 200 ökumenn í miðborginni. Einn úr þeim hópi var ölvaður og tveimur til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir refsimörkum.