14. júní 2013
14. júní 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ölvunar- og fíkniefnaakstur
Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Fjórir þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Garðabæ. Þetta voru allt karlar, en þeir eru á aldrinum 18-35 ára. Tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hefur aldrei öðlast ökuréttindi.