14. desember 2007
14. desember 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ölvunar- og fíkniefnaakstur
Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Þrír þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og tveir í Kópavogi. Þetta voru þrír karlar, 26, 37 og 65 ára, og tvær konur, 21 og 31 árs. Þá voru tvær aðrar konur, 18 og 25 ára, teknar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í nótt en þær voru stöðvaðar í Reykjavík og Kópavogi. Í bíl eldri konunnar fundust einnig ætluð fíkniefni og talsvert af lyfjum.