Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. janúar 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ölvunar- og fíkniefnaakstur

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær en þeir voru stöðvaðir í Reykjavík og Kópavogi. Þetta voru tveir karlar, annar rúmlega tvítugur en hinn sjötugur. Til viðbótar var karli á þrítugsaldri gert að hætta akstri í Reykjavík í nótt en viðkomandi hafði neytt áfengis en var þó undir leyfilegum mörkum.