4. nóvember 2011
4. nóvember 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ölvunar- og fíkniefnaakstur
Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í gærkvöld og nótt. Þetta voru kona á þrítugsaldri og karl á fertugsaldri, sem hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Annar karl, sömuleiðis á fertugsaldri, var stöðvaður við akstur í Garðabæ en sá hafði líka þegar verið sviptur ökuleyfi. Viðkomandi reyndi að ljúga til nafns en maðurinn hefur áður verið tekinn fyrir að aka sviptur.