3. október 2007
3. október 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ölvunar- og fíkniefnaakstur
Fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Tveir voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi og Hafnarfirði. Einn þeirra er jafnframt grunaður um að hafa stungið af frá umferðaróhappi. Ökumennirnir eru á aldrinum 22-73 ára en sá yngsti var einnig tekinn fyrir ölvunarakstur um síðustu helgi.
Þá voru þrír teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna en þeir voru stöðvaðir í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Farþegi í einum bílnum var sömuleiðis handtekinn en viðkomandi var eftirlýstur vegna annarra mála. Tveir bílanna reyndust ótryggðir og voru skráningarnúmer þeirra fjarlægð.