15. febrúar 2011
15. febrúar 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ölvunar- og fíkniefnaakstur
Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík á níunda tímanum í morgun. Þeir voru báðir stöðvaðir í austurborginni en um var að ræða tvo karla, annar er á þrítugsaldri en hinn um fimmtugt. Í nótt var 19 ára piltur stöðvaður við akstur á Sæbraut en sá var undir áhrifum fíkniefna. Þá var karl á þrítugsaldri tekinn af sömu ástæðu í Kópavogi í gærkvöld.