8. október 2010
8. október 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ölvunar- og fíkniefnaakstur
Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í gær. Um var að ræða karl um þrítugt og tvær konur á sextugsaldri sem báðar lentu í umferðaróhappi, þ.e. óku á kyrrstæða bíla. Í gær voru líka tveir ökumenn teknir í borginni fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru tveir karlar um þrítugt en í bíl annars þeirra fundust jafnframt fíkniefni.