Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

19. febrúar 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ölvunar- og fíkniefnaakstur

Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði en þetta voru allt karlar á þrítugsaldri. Þá voru tveir karlar til viðbótar, 17 og 26 ára, teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna í gær. Annar var stöðvaður í Mosfellsbæ en hinn í Kópavogi. Sá eldri reyndist jafnframt vera eftirlýstur fyrir aðrar sakir en í bíl hans fundust einnig munir sem grunur leikur á að séu þýfi.