Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. maí 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ölvunar- og fíkniefnaakstur

Nítján voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tólf þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ og einn í Mosfellsbæ. Sjö voru teknir á laugardag og tólf á sunnudag. Þetta voru fimmtán karlar á aldrinum 16-59 ára og fjórar konur, 18-49 ára. Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og fjórir hafa aldrei öðlast ökuréttindi.

Af öðrum verkefnum helgarvaktarinnar má nefna að þrettán líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu, þar af þrjár alvarlegar. Þá var farið í eitt útkall vegna heimilisofbeldis og annað vegna ráns. Að venju voru líka fjölmörg mál þar sem aðstoða þurfti fólk sem var ölvað og/eða í annarlegu ástandi.