Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

19. janúar 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ölvun á skólaböllum

Talsverð ölvun var á tveimur skóladansleikjum í Reykjavík í gærkvöld en á báðum stöðum voru framhaldsskólanemar að gera sér glaðan dag. Hringt var í foreldra og forráðamenn á þriðja tug ungmenna undir 18 ára aldri og þeim gert að sækja börn sín á fyrrnefnda dansleiki. Á öðrum skemmtistað í borginni voru höfð afskipti af fjórum 18 ára stúlkum sem höfðu keypt áfengi. Jafnframt var alvarlegum athugasemdum komið á framfæri við rekstraraðila.

Eftirlitslaust unglingapartí var leyst upp í vesturhluta borgarinnar en þar var nokkur fjöldi samankominn. Þá var ölvuðum unglingspilti ekið til síns heima í nótt en hann fannst rænulítill í snjóskafli í austurborginni.