6. júlí 2010
6. júlí 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ölvaður unglingur á vespu
Níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Átta voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Garðabæ. Einn var tekinn á föstudagskvöld, fjórir á laugardag og fjórir sömuleiðis á sunnudag. Þetta voru sjö karlar á aldrinum 15-42 ára og tvær konur, 25 og 44 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og tveir höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Annar þeirra síðastnefndu er 15 ára ökuþórinn en sá var stöðvaður á vespu skammt frá lögreglustöðinni við Hlemm aðfaranótt laugardags. Strákurinn, sem var ölvaður eins og áður sagði, var ekki einn á vespunni því jafnaldri hans var með í för.