Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. janúar 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ölvaður ökumaður með barn sitt í bílnum

Karl á miðjum aldri var tekinn fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sá var ekki einn á ferð því með í för var ungt barn ökumannsins og sat það í framsæti bílsins. Þess má geta að ökumaðurinn hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.