29. mars 2008
29. mars 2008
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ölvaður ökumaður á 194 km hraða í Flóanum.
Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af ökumanni fólksbifreiðar um kl. 04:30 í morgun sem ók austur Suðurlandsveg í Flóa á 194 km hraða. Ekki var þetta það eina sem var aðfinnsluvert við háttarlag ökumanns því hann lyktaði af áfengi. Hann var færður í lögreglustöð þar sem hann gekkst undir blásturspróf. Niðurstaða þess var á þann veg að hann var yfir mörkum. Ökumaðurinn var því sviptur ökurétti til bráðabirgða og mál hans sent til ákæruvalds til frekari ákvörðunar um refsingu.