8. nóvember 2011
8. nóvember 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ölvaður á reiðhjóli
Karl á þrítugsaldri féll af reiðhjóli í Hafnarfirði um helgina. Hann fékk skurð á höfuðið og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Óhappið má skrifa á ástand mannsins en hann var ölvaður. Hjólið reyndist vera stolið og var það flutt á lögreglustöð.