3. febrúar 2015
3. febrúar 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, heimsótti embætti ríkislögreglustjóra í dag
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, heimsótti embætti ríkislögreglustjóra í dag. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, tók á móti ráðherra og kynnti henni starfsemi embættisins og ræddi ráðherra við starfsmenn. Með ráðherra í för voru Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri, Kristín Haraldsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmenn ráðherra, Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur og Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi. Myndirnar eru frá heimsókn ráðherra.
Frétt innanríkisráðuneytisins.