27. október 2025
27. október 2025
Ólafur Pálsson gigtarlæknir hefur verið ráðinn til SAk
Ólafur mun koma að jafnaði einn dag í mánuði og sinnir göngudeild einstaklinga með gigtarsjúkdóma.

Ólafur Pálsson gigtarlæknir
Eins og staðan er nú mun hann eingöngu sinna þeim sem hafa verið í eftirfylgd hjá gigtarlækni og tekur ekki við nýjum tilvísunum að svo stöddu. Við bjóðum Ólaf hjartanlega velkominn til starfa á SAk.