18. apríl 2012
18. apríl 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ökuþrjótur stöðvaður
Lögreglan hafði afskipti af ökumanni á Fiskislóð í gærmorgun eftir að tilkynning barst um háskalegt aksturslag hans en maðurinn var sagður vera að spóla þarna með tilheyrandi hávaða og látum. Allt reyndist þetta vera satt og rétt en ökumaðurinn viðurkenndi sök eftir að hafa í fyrstu reynt að malda í móinn. Þetta reyndist vera góðkunningi lögreglunnar, karl á þrítugsaldri sem hefur ítrekað gerst sekur um umferðarlagabrot. Það kom því heldur ekki óvart að maðurinn gat ekki framvísað ökuskírteini enda þegar búið að svipta hann ökuleyfi.