7. júlí 2010
7. júlí 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ökuþrjótar í umferðinni
Piltur um tvítugt var stöðvaður við akstur á Sæbraut í Reykjavík í nótt en hann var ölvaður við stýrið. Við frekari skoðun kom ennfremur í ljós að pilturinn hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Lögreglan stöðvaði annan ökumann, karl um þrítugt, á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi í nótt en sá ók mun hraðar en leyfilegt er á þessum stað. Viðkomandi hafði sömuleiðis þegar verið sviptur ökuleyfi en að auki var bíllinn hans ótryggður og því voru skráningarnúmerin fjarlægð.