Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. apríl 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ökumenn til fyrirmyndar

Ökumenn sem lögðu leið sína í íþróttahúsið í Ásgarði í Garðabæ í gærkvöld til að fylgjast með leik Stjörnunnar og Grindavíkur í úrslitakeppni karla í körfubolta voru til mikillar fyrirmyndar. Áhorfendur á leiknum voru vel á annað þúsund og bílafjöldinn í samræmi við það, en engu ökutæki var lagt ólöglega á meðan leikurinn fór fram. Ástæða er til að hrósa ökumönnum fyrir þessa góðu frammistöðu og vonandi verður framhald þar á, ekki bara í Garðabænum heldur í umdæminu öllu.

Ökumenn voru til fyrirmyndar.