Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. desember 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ökumenn í vímuakstri

Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá ökumenn um helgina sem uppvísir urðu að vímu- og fíkniefnaakstri. Tveir þeirra höfðu neytt áfengis og annar af þeim einnig amfetamíns og metamfetamíns, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Sá þriðji hafði neytt amfetamíns og var að auki með útrunnin ökuréttindi og án skilríkja.