Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. apríl 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ökumaður í vímu, stal bifreið og ók á aðra

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning þess efnis að ekið hefði verið á bifreið við Kirkjuveg í Keflavík. Jafnframt að ökumaðurinn hefði hlaupið af vettvangi, í gegnum garða íbúðarhúsa við Birkiteig og horfið út í nóttina. Skömmu síðar barst lögreglu önnur tilkynning um að bifreið, sem skilin var eftir í gangi við 10/11 verslun í Keflavík, hefði verið stolið.

Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að bifreiðinni, sem tilkynnt hafði verið um stuld á, hafði verið ekið á mikilli ferð aftan á mannlausa bifreið sem stóð á bílastæði við Kirkjuveg. Síðarnefnda bifreiðin hafnaði inni í garði íbúðarhúss. Reyndist afturendi hennar og hjólabúnaður gjörónýtur. Stolna bifreiðin var einnig mikið skemmd.

Lögregla handtók karlmann sem grunaður var um athæfið skömmu síðar þar sem hann var á rölti í nágrenninu. Hann reyndist vera ölvaður og sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hans á kannabis. Hann var færður á lögreglustöð og yfirheyrður og sleppt að því loknu.