Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. desember 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ökufantur í fangelsi

Ökufanturinn sem var handtekinn í Kópavogi í gær hefur verið færður í fangelsi en þar hefur hann hafið afplánun vegna annarra mála. Um er að ræða eftirstöðvar fangelsisvistar. Eins og fram hefur komið var manninum, sem er um þrítugt og hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu, veitt eftirför úr Hafnarfirði og í Kópavogi en þar var för hans stöðvuð í Lindahverfi þegar lögreglan ók á bíl hans en honum hafði ökufanturinn stolið í Árbæ nóttina áður.