3. ágúst 2016
3. ágúst 2016
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ökufantur á Hringbraut í Reykjavík
Tvítugur piltur var staðinn að hraðakstri á Hringbraut í Reykjavík, skammt frá Bjarkargötu, á níunda tímanum í morgun. Bíll hans mældist á 133 km hraða, en þarna er 60 km hámarkshraði. Pilturinn, sem var allsgáður, var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum. Aðspurður um hraðaksturinn sagðist pilturinn hafa verið að flýta sér á áríðandi fund. Ekki vitum við hvort hann mætti á fundinn á réttum tíma, en hann má teljast heppinn að lögreglan hafði hendur í hári hans því svona akstursmáti er stórhættulegur svo ekki sé meira sagt.