30. ágúst 2011
30. ágúst 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ökufantar á öllum aldri
Allmargir ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þeir eru á öllum aldri og af báðum kynjum. Bílar fimm þeirra mældust á yfir 130 km hraða en í þeim hópi voru 19 ára piltur og kona um þrítugt. Grófasta brotið framdi hins vegar karl á sextugsaldri en sá ók Suðurlandsveg á 155 km hraða. Ekki var hann samt elsti ökufanturinn sem lögreglan hafði afskipti af um helgina því tveir karlar á sjötugsaldri voru líka í þessum vafasama hópi fimmmenninga, sem áður var nefndur.