7. júní 2012
7. júní 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ók á móti umferð
Kona á áttræðisaldri lenti í verulegum vandræðum í umferðinni í gær en hún ók bíl sínum á öfugum vegarhelmingi á Hafnarfjarðarvegi. Vegfarandi kom konunni til aðstoðar og hringdi í lögregluna. Laganna verðir fóru strax á vettvang og hjálpuðu konunni að snúa bílnum við. Til öryggis var henni síðan fylgt á fyrirhugaðan áfangastað og gekk það áfallalaust. Konan var allsgáð en hún hafði óvart tekið ranga beygju með fyrrgreindum afleiðingum.