Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

13. október 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ók á ljósastaur

Nokkur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í gær en í einu þeirra var ekið á ljósastaur í Grafarvogi. Ökumaðurinn, piltur um tvítugt, var fluttur á slysadeild en óhappið er rakið til þess að hann var að leita að símanum sínum og missti þá stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn er talsvert skemmdur og var fjarlægður af vettvangi með dráttarbíl.