23. janúar 2007
23. janúar 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Óhófleg tölvunotkun veldur vandræðum
Svo virðist sem óhófleg tölvunotkun sé farin að valda nokkrum vandræðum á heimilum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að ónefndu húsi síðdegis í gær þar sem fjölskyldan var komin í hár saman. Þar höfðu unglingspiltarnir á heimilinu farið yfir strikið að mati foreldranna. Piltarnir höfðu eytt löngum stundum í tölvuleikjum og sinntu fáu öðru. Þegar móðir þeirra ætlaði að taka á málinu brugðust piltarnir illa við. Annar bræðranna tók afskiptunum sérlega illa og nokkra stund tók því að koma ástandinu í lag.
Þetta mál er því miður ekkert einsdæmi en í vetur hefur lögreglan sinnt nokkrum slíkum útköllum.